top of page
glenn-carstens-peters-npxXWgQ33ZQ-unsplash.jpg

Félagsskráning

Félagsgjald fyrir árið 2024 er óbreytt, 4500 kr. Við skráningu færð þú sendan greiðsluseðil í heimabanka fyrir félagsgjöldum ásamt pósti með upplýsingum um félagið og aðgang að lokuðu samfélagi á Facebook. Félagsmenn verða krafðir um afrit af rekstrarleyfi sínu frá GEV til staðfestingar eða upplýsingar um að úttektarferli sé hafið hjá BOFS. Félagsgjöld eru aldrei endurgreidd.

Félagsmenn njóta fríðinda sem stöðugt eru í endurskoðun, þar má til dæmis nefna:

  • Frítt eða sérkjör á viðburði hjá félaginu

  • Frítt eða sérkjör á skipulagða fræðslu hjá félaginu

  • Aðgangur að samfélagshóp okkar á Facebook til umræðu og jafningafræðslu

  • Ókeypis ráðgjöf og stuðning framkvæmdastjóra og annarra sérfræðinga á vegum félagsins í málefnum sem koma upp

  • Fyrsti lögfræðitími er greiddur af félaginu ef upp koma mál sem falla utan fóstursamnings en varða fóstur eða til að vinna að lausn ágreinings um fóstursamning eða fóstur

Aðalfundur 2022 ákvað að félagsaðild miðist við einstaklinga en ekki heimili eins og áður var. Þannig munu þau heimili sem eru með tvo foreldra fá tvær kröfu um félagsgjöld. Upphæð félagsgjalda var breytt í samræmi við þessa ákvörðun.

Nafn og kennitala *

Netfang *

Nafn og kennitala maka

Netfang maka

Lögheimilissveitarfélag

Skilaboð

Takk fyrir að skrá þig í félagið!

bottom of page