© 1993-2019 Félag fósturforeldra

kt. 550393-2049

fostur (hjá) outlook.com

Ísland - Iceland

Aðalfundur og fræðsludagur

7. nóvember 2015

Nú er komið að árlegum fræðsludegi og aðalfundi félagsins.  


Dagurinn verður haldinn á sal Barnaverndarstofu í Borgartúni og hefst hann á aðalfundi kl. 10.30.  Að aðalfundi loknum verður boðið uppá léttan hádegisverð.  Fræðsludagurinn mun síðan hefjast stundvíslega kl. 13 og er áætlað að dagskránni verði lokið uppúr kl. 16.  

 

Aðalfundur

 

Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Á fundinum verður meðal annars fjallað um:

- Norrænt samstarf, helstu atriði sem eru í gangi á Norðurlöndunum

- Niðurstaða vinnustofa félagsmanna sem haldnar voru í byrjun árs og framvinda þess máls

- Kaffihúsafundir, fyrirkomulag, staðsetning og umsjónarmenn.

- Kristín Ósk Ómarsdóttir, kynnir fyrirhugaða rannsókn 

- Önnur mál, félagsmenn hvattir til að koma með ábendingar er varða starf félagsins eða annað það er þeir vilja koma á framfæri

 

Áhugasamir hvattir til að bjóða sig fram í stjórn og önnur störf á vegum félagsins.


Fræðsludagur

 

Ráðherra fjallar um nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd 

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðisráðherra mun fjalla um nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd.

 

Er munur á töku fósturbarns frá Sýrlandi eða Súðavík ?

Anna Lára Steindal fyrrv. framkvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða kross Íslands miðlar af reynslu varðandi vinnu með flóttamönnum og hælisleitendum.

 

March 7, 2015

Félag fósturforeldra hlaut á dögunum Hvatningaviðurkenningu Bandalags kvenna í Reykjavík fyrir störf sín. Nánar má lesa um viðurkenninguna á vef BKR

Please reload