top of page
henny-kasa-LaCTAUJ2wug-unsplash.jpg

kaffispjall

Kaffispjall félagsmanna hefur reynst mörgum okkar ómetanlegt til þess að sækja í reynslu annarra fósturfjölskyldna. Við hvetjum alla fósturforeldra að kíkja í kaffispjall til að tengjast öðrum fósturforeldrum. 

"Það hefur alveg bjargað mér að geta komist á kaffihúsafundina. Þar get ég tjáð mig um málefni sem ekki er hægt að ræða á öðrum grundvelli við fólk sem skilur hvað ég er að takast á við. Stuðningurinn er mjög mikilvægur, auk þess sem það er ómetanlegt að geta leitað til annarra í sömu sporum eftir ráðum og upplýsingum um hin ýmsu mál."

Kaffispjall í Reykjavík

Mánaðarlegir fundir síðasta þriðjudag í mánuði. 
Haldnir á Níu Restaurant á Hótel Íslandi - gengið inn fyrir barinn í anddyrinu sem snýr að Ármúla.  

Síðasta þriðjudag í hverjum mánuði hittist hópur fósturforeldra á Níu Restaurant á Hótel Íslandi. Hægt er að kaupa sér veitingar á barnum sem er framan við salinn. Salurinn er frátekinn fyrir okkur svo auðveldara sé að ræða um trúnaðarmál ef á þarf að halda.


Fundurinn hefst klukkan 20:00 er óformlegur og öllum opinn.

Allir fundir vorannar 2019 verða tengdir við ákveðin þemu en þau eru þó ekki það eina sem um er rætt því öllum er frjálst að koma með umræður um sín málefni.

Við hvetjum alla til þess að kynnast öðrum á þessum fundum, deila eigin sögum og læra af öðrum.

“Upplýsingarnar sem komu fram um umgengnina voru algjör himnasending fyrir mig, því ég mun á næstu dögum ganga frá samningi um fóstur, og því gríðarlega mikilvægt fyrir mig að vita hver mín staða varðandi þennan lið er."

Kaffispjall á Akureyri

Mánaðarlegir fundir síðasta þriðjudag í mánuði

Síðasta þriðjudag í hverjum mánuði hittast fósturforeldrar í svokallaðri Stofu 14 á Icelandair hótel Akureyri. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er óformlegur.


Allir fundir vorannar 2019 verða tengdir við ákveðin þemu en þau eru þó ekki það eina sem um er rætt því öllum er frjálst að koma með umræður um sín málefni.
 

Við hvetjum alla til þess að kynnast öðrum á þessum fundum, deila eigin sögum og læra af öðrum.

bottom of page