Sameining Félags fósturforeldra og Landsamtaka vistforeldra í sveitum
Nú á vormánuðum sameinuðust Félag fósturforeldra og Landsamtök vistforeldra í sveitum. Félagið heitir áfram Félag fósturforeldra. Bæði félögin hafa verið að berjast fyrir sömu réttindum og skýrari ramma í kringum fósturmálin. Við stöndum því sterkari, með því að hafa sameinað krafta okkar í eitt félag. Þannig verðum við samstíga í að gera breytingar á fóstumálum í landinu og námum þeim fram sem eitt sterkt afl.