Útilega FFF verður haldin 24. - 26. júní í sumar
Eins og flest ykkar vita er útilega félagsins síðustu helgina í júní ár hvert. Fyrir utan að vera í góðum félagskap í fallegu umhverfi, er megin tilgangur útilegu sem þessarar að fullorðnir og börn kynnist. Með því eigum við auðveldar með að miðla reynslu og styðja hvert annað og ekki síst virðast börnin fá mikið út úr því að hitta önnur fósturbörn. Í ár verður farið í Aratungu Biskupstungnahreppi, föstudaginn 24. júní til sunnudags 26. júní*).
Dagskrá útilegunnar verður leikin af fingrum fram eftir veðri og vindum. Reikna má með að fara í í skoðunarferð á Gullfoss og Geysi, fara í sund, fótbolta, leiki ofl. Grillað verður saman á laugardagskvöldinu en hver kemur með sinn mat. Ekki þarf að tilkynna sérstaklega þátttöku í ferðina en gaman væri ef þið látið stjórnina vita um þátttöku með því að senda okkurlínu.
Útilegan er alltaf sömu helgi á ári hverjuen flyst milli landshluta. Þið sem ekkikomist í þessa útilegu, bendum við á aðtaka frá síðustu helgina í júní á næsta ári þegar farið verður á Vesturland.
*)Athugið að á aðalfundinn í nóvember síðastliðnum var ákveðið að fara á Kirkjubæjarklaustur en vegna ösku tók stjórnin þá ákvörðun að flytjaútileguna í Aratungu.