top of page

Aukið eftirlit með fósturheimilum

Velferðarráðuneytið hefur eins og kunnugt er ákveðið að efla eftirlit með stofnunum sem starfa að velferðar- og félgamálum, m.a. að framkvæmd barnaverndarlaga. Einn liður í þessari viðleitni snýr að fósturheimilum og ráðuneytið gerði nú í sumar samning við Jón Björnsson sálfræðing, um að undirbúa þessháttar eftirlit með nokkrum heimsóknum á fósturheimili nú á haustdögum. Lítið úrtak var gert úr öllum fósturheimilum sem hafa börn í varanlegu eða tímabundnu fóstri (skv. skrám Barnaverndarstofu).

Í eftirlitinu felst að viðtöl verða tekin við fósturforeldra og (ef aðstæður leyfa fósturbarn, einnig (ef aðstæður leyfa/krefjast) kynforeldra eða aðra aðstandendur og loks verður rætt við starfsmann þeirrar barnaverndarnefndar sem kom fóstrinu á. Í viðtölunum verða lagðar fyrir spurningar í því skyni að meta hvort eða að hvaða marki fóstrið uppfyllir kröfurnar sem settar eru fram í „Stöðlum fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda“ frá 2011.

Nýlegar fréttir
bottom of page