top of page

Aðalfundur Félags fósturforeldra 2012

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 3. nóvember kl. 10:30 í húsakynnum Barnaverndarstofu í Borgartúni 21, 3. hæð.

Dagskrá fundarins verður: - Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins sjá www.fostur.is - Í framhaldi af aðalfundinum verður námskeið Guðbrands Árna Ísberg.

Hér með er auglýst eftir framboði í stjórn og varastjórn félagsins. Núverandi stjórnarmenn gefa allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Félagsmenn eru samt hvattir til að gefa kost á sér í stjórn eða varastjórn félagsins. Nýir og ferskir straumar eru mikils virði. Stjórnarseta er kjörinn vettvangur til að hafa áhrif á störf félagsins og með nútímatækni er ekki fyrirstaða þó stjórnarmenn búi á sitt hvoru landshorninu.

Nýlegar fréttir
bottom of page