top of page

Útilegan 2014

Félagið stendur fyrir útilegum síðustu helgi júnímánaðar ár hvert. Farið er til skiptist í landsfjórðungana til að sem flestir hafi tök á að koma og hitta aðra fósturforeldra og fósturbörn. TIlgangurinn með því að dreifa okkur um landið er ekki síst sá að auðvelda þeim sem búa vítt og breitt um landið að hittast án þess að þurfa að leggja á sig langferð í hvert skipti.

Í ár var farið austur á land, í Hallormsstaðaskóg. Útilegan tókst afskaplega vel. Veður var bjart og hlýtt, þó ekki hafi verið glampandi sól eins og oft er á þessum slóðum.

Allir þátttakendur voru af höfuðborgarsvæðinu. Engir fósturforeldrar úr landsfjórðungnum sáu sér fært að mæta, og er það afar dapurlegt. Er þetta þriðja árið í röð sem einungis félagsmenn af höfuðborgarsvæðinu koma í útileguna.

Ljóst er að stjórn félagsins þarf að endurskoða þennan viðburð í ljósi þess að þessi vettvangur er greinilega ekki sá sem fósturforeldrar landsbyggðarinnar kjósa til að hittast, kynnast og styrkjast.

Málið verður rætt á aðalfundi félagsins í haust, og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta á fundinn og leggja orð í belg.

Undanfarin ár hefur hin árlega útilega verið á þessum stöðum:

2014 Atlavík, Hallormsstaðaskógi

2013 Hólar í Hjaltadal

2012 Arnarstapi, Snæfellsnesi

2011 Aratunga, Biskupstungum

2010 Borgarfjörður eystri

2009 Varmahlíð, Skagafirði

2008 Birkimelur, Barðaströnd

2007 Flúðir

Nýlegar fréttir
bottom of page