Fræðsludagur 1. nóvember

Laugardaginn 1.nóvember stóð félagið fyrir fræðsludegi haustins.
Að þessu sinni var áherslan lögð á "praktísk" mál, s.s. skattaframtal, fóstursamninga, umgengni fósturbarna við lífforeldra o.fl. í þessum dúr. Fundurinn var gríðarlega vel sóttur, og greinilegt að þessi mál brenna á félagsmönnum. Gagnlegar umræður sköpuðust, fjölmargar fyrirspurnir voru bornar upp og fundarmenn urðu margs vísari um efni sem við öll stöndum frammi fyrir með einum eða öðrum hætti