Stjúptengsl fyrir fagfólk
Stjúptengsl fyrir fagfólk verður haldið 12. janúar 2015 á höfuðborgarsvæðinu
Mikilvægt er því að fagfólk sem vinnur með fjölskyldum í starfi sínu auki ekki óvart á streitu í fjölskyldum með þekkingarleysi í stað þess að draga úr henni. Ætla má að stór hluti fagfólk í skólum og víða séu í samskiptum við börn í stjúpfjölskyldum og fjölskyldur þeirra þe. fjölskyldu þar sem annar eða báðir aðila sem til hennar stofna eiga barn eða börn úr fyrri samböndum. Stór hluti barna eiga því tvö heimili, og stundum stjúpforeldra á þeim báðum. Að sama skapi á stór hópur fullorðinna á börn á fleiri en einu heimili. Flækjur stjúptengsla er ekki einskorðaðar við börn og ungmenni, þær geta fylgt fólki langt fram á efri ár. Það er því óhætt að fullyrða að ekki er alltaf hægt að ganga að baklandi vísu, hvort sem er um að ræða ung börn eða aldraða og allt þar á milli. Námskeiðsmat 56 þátttakenda sl. vor: • „Efni námskeiðsins mun nýtast mér í starfi" – 93% mjög/sammála • „Ég er ánægð/ánægður með námskeiðið í heild sinni" - 96,4% mjög/sammála • „Námskeiðið getur gagnast mér í einkalífi" - 78% mjög/sammála