top of page

Hvatningarverðlaun BKR


Frá vinstri: Guðbergur G. Birkisson, fyrir hönd Félags fósturforeldra; Þórdís Elva Þorvaldsdóttir; Anna Birna Jensdóttir, fyrir hönd Thorvaldsensfélagsins og Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR.

Félag fósturforeldra hlaut á dögunum Hvatningaviðurkenningu Bandalags kvenna í Reykjavík fyrir störf sín. Nánar má lesa um viðurkenninguna á vef BKR en eftirfarandi ályktun var samþykkt á þingi Bandalags kvenna í Reykjavík 2015.

BKR fagnar ákvörðun velferðarráðherra að taka stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar til enduskoðunar í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Nefnd á vegum ráðherra hefur verið skipuð og henni ætlað að skila tillögum á þessu sviði fyrir páska. Þá leggur BKR áherslu á að rætt sé við Félag fósturforeldra, sem býr yfir dýrmætri innsýn hvað varðar stöðu og réttindi barna og ungmenna sem þurfa á skjóli að halda utan heimilis síns vegna erfiðra aðstæðna heimafyrir.

Nýlegar fréttir
bottom of page