top of page

Vinnuhópur um nýjan ramma í fósturmálum

Vinnuhópur var settur á laggirnar í vetur, hlutverk hans var að setja upp hugmyndir að nýjum ramma kringum fósturmál á Íslandi. Þessi vinnuhópur hefur nú skilað af sér til stjórnar FFF. Helstu þættir í tillögum vinnuhópsins eru að settur verði upp fóstursamningur sem er í líkingu við það sem gerist og gengur í Noregi, en þar eru hlutverk, réttindi og skyldur fósturforeldra og barnaverndaryfirvalda vel skilgreind.

Vinnuhópurinn kemur með hugmyndir sem varða tryggingarmál fósturbarna, en þar er lagt til að visturnarsveitarfélag kaupi tryggingu. Akstur, sé skráður niður af fósturforeldrum og hann greiddur samkvæmt útgefnu akstursgjaldi Ferðakostnaðarnefndar ríkisins hverju sinni. Einnig fjallar nefndin um fósturrof, þar er sett

fram sú hugmynd að greiddir skulu þrír mánuðir eftir að fóstri líkur. Varðandi umgengnina er talað um að ef umgengni fellur niður þá fái fósturforeldra greiðslu fyrir þá helgi/daga eða útveguð verði stuðningsfjölskylda fyrir fósturbarnið.

Nefndin leggur einnig til að fósturfjölskylda fái 4 vikna leyfi á ári í samráði við barnaverndarnefnd sem vistar barnið. Einnig leggur hópurinn ríka áherslu á að framfærslukostaður og fósturlaun séu aðskilin, ekki sé lengur talað um x-gildi meðlaga heldur fasta krónutölu í hvoru tilviki fyrir sig og því verði einungis greiddur skattur af laununum sjálfum þar sem framfærslukostnaðurinn er í eðli sínu endurgreiddur útlagður kostnaður.

Nýlegar fréttir
bottom of page