Vinnustofa um heimasíðu
Hvetjum sem flesta að mæta á kaffispjallið 6. febrúar í Perlunni, Reykjavík. Í upphafi kaffispjallsins vinnum við í 20-30 mínútna vinnustofu um heimasíðu, Facebook og aðrar upplýsingamiðlanir félagsins þar sem stjórn félagsins kallar eftir þátttöku félagsmanna, áhugafólks og velunnara.
Öllum er velkomið að taka þátt í þessari stuttu vinnustofu. Í kjölfarið er hefðbundið og óformlegt kaffispjall félagsmanna.