top of page

Therapeutic Parenting in Real Life


Íslensk ættleiðing fagnar 40 ára afmæli í ár og í kjölfar afmælismálþings Íslenskrar ættleiðingar býður félagið

uppá námskeiðið Therapeutic Parenting in Real life sem Sarah Naish kennir þann 17. mars næstkomandi.

Námskeiðið er jafnt fyrir foreldra ættleiddra barna, fósturforeldra og fagfólk í starfi með börnum. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn inní hvernig aðferðir sem notaðar eru í faglegu starfi með börnum geta hjálpað við uppeldi ættleiddra barna. Hvernig þær eru notaðar í samskiptum foreldra og barna með tengslavanda vegna áfalla í bernsku og hvernig aðferðirnar bæta samskipti, samkennd og skilning.

Sarah Naish hefur starfað sem félagsráðgjafi í tæp 30 ár og hefur mikla reynslu af ráðgjöf, þjálfun og uppeldi. Hún hefur ættleitt 5 börn og hefur í uppeldi sínu notað meðferðanálgun í uppeldi barna sinna. Hún hefur fjölþætta reynslu innan barnaverndar í Bretlandi og hefur í uppeldi barna sinna síðastliðin 16 ár byggt upp gagnabanka sem hún hefur miðlað úr til fagfólks og foreldra.

Inspire Training Group

Fyrirtækið sem Sarah leiðir heitir Inspire Training Group. Þar starfar aðeins fagfólk sem hefur reynslu af meðferðarnálgun í uppeldi, hvort sem það er í uppeldi ættleiddra barna eða fósturbarna. Starfsfólkið hefur ekki aðeins ættleitt börn eða tekið börn í fóstur heldur hefur það einnig starfað sem sérfræðingar innan barnaverndar.

Fyrirtækið hefur verið leiðandi í að þróa verklag með meðferðaráherslum og aðferðir til að nota í uppeldi barna sem hafa upplifað áföll.

Sarah og fyrirtæki hennar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir faglegt og vandað starf. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og er bókin hennar William Wobbly and the very bad day, metsölubók á Amazon, en bókin fjallar um lítinn dreng sem glímir við tengslavanda eftir áföll í æsku.

Námskeiðið verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík.

Námskeiðsgjald er 12.500 kr. en 7.500 kr. fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Félagsmenn Félags fósturforeldra geta sótt um 5.000 króna endurgreiðslu frá félagi sínu af fullu námskeiðsgjaldi sé það bókað fyrir 7. mars á þessum smelli hér.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er hádegisverður og hressing.

Námskeiðið hefst laugardaginn 17. mars kl. 10:00 og stendur til kl. 16:00.

10:00 - 10.30 Welcome and Introductions 10:30 - 11:15 Session 1 - Challenging our Thinking 11:15 - 11:30 Kaffi 11:30 - 12:45 Session 2 - Applying PACE 12:45 - 13:30 Hádegishlé 13:30 - 14:45 Session 3 - Therapeutic Parenting in action 14:45 - 15:00 Kaffi 15:00 - 16:00 Session 3 - Therapeutic Parenting in action continued with question time

Nýlegar fréttir
bottom of page