Umsögn um frumvarp 198 - 128. mál
Stjórn Félags fósturforeldra gaf álit sitt á framkomnu frumvarpi um ættleiðingar til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Sent í dag, 1. mars 2018.
Umsögn frá Félagi fósturforeldra um frumvarp til laga, þingskjal 198 – 128. mál á 148. löggjafarþingi 2017-2018 um breytingu á lögum um ættleiðingar nr. 130/1999.
Almennt álit
Félag fósturforeldra leggst gegn þessu frumvarpi og hefði viljað að leitað hefði verið fyrr eftir aðild okkar þar sem hefði farið fram málefnaleg umræða við alla hagsmunaaðila svo sem fulltrúa barnavernda og annarra sem málið varðar þar með talið félag fósturforeldra. Það er ljóst að á undanförnum fjórum árum virðist vera stopp á ættleiðingum á fósturbörnum og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa hafnað slíkum beiðnum fósturforeldra þó rannsóknir hafa sýnt fram á að ættleiddum börnum virðast vegna betur í lífinu en fósturbörnum. Félag fósturforeldra óskar eftir heildstæðri endurskoðun á þessum málaflokk þar sem hagsmunir fósturbarna eru teknar að fullu til greina og við bjóðum fram þátttöku okkar í slíkri vinnu ásamt öðrum hagsmunaaðilum.
Fyrir hönd félagsins, Stjórn Félags fósturforeldra