top of page

Aðalfundur 2018


Stjórn Félags fósturforeldra boðar til aðalfundar þann 3. nóvember 2018 næstkomandi klukkan 12:00. Fundurinn er venju samkvæmt haldinn samhliða árlegum fræðsludegi félagsins.

Aðalfundurinn verður haldinn í húsnæði Barnaverndastofu, Borgartúni 21. Húsið opnar klukkan 10:00 og dagskrá fræðsludags hefst klukkan 10:30. Sjá nánar hér um fræðsludaginn.

Dagskrá skv. lögum

  • Skýrsla stjórnar

  • Reikningar félagssins

  • Fjárhagsáætlun félagsins ásamt ákvörðun um árgjald

  • Kosning stjórnar og endurskoðenda (sjá 6. gr. félagslaga)

  • Lagabreytingar

  • Önnur mál

Í 6. gr. félagslaga segjir eftirfarandi um stjórnarkjör og kosningu endurskoðenda

Aðalstjórn félagsins skipa fimm fulltrúar og þrír til vara.

Aðalfundur kýs tvo menn í stjórn til tveggja ára og þrjá menn í stjórn til eins árs, tvo varamenn til tveggja ára og einn varamann til eins árs. Aðalfundur kýs einn endurskoðanda til tveggja ára.

Stjórnin skiptir með sér verkum, formaður skal þó kosinn sérstaklega á aðalfundi til tveggja ára í senn. Varamenn hafa rétt til setu á stjórnarfundum. Stjórnarmenn geta gefið kost á sér til endurkjörs. Maka er heimilt í umboði maka síns að mæta á stjórnarfundi og fara með atkvæði hans.

Við kosningu stjórnar og við aðrar atkvæðagreiðslur á aðal- og félagsfundum skal einfaldur meirihluti atkvæða ráða. Lögum félagsins verður þó ekki breytt nema á aðalfundi að meðmæltum 2/3 hluta fundarmanna.

Nýlegar fréttir
bottom of page