top of page

Fræðsludagur 2018


Fræðsludagur Félags fósturforeldra verður að þessu sinni algjört hlaðborð af fræðandi og eflandi efni. Við munum fræðast um kynvitund, tilfinningar, tilfininngastjórn og nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd. Ekki láta þennan fund fram hjá þér fara. Fræðsludagurinn er án endurgjalds fyrir félagsmenn og starfsmenn í barnavernd. Hádegisverður er í boði félagsins undir léttum aðalfundarstörfum. Húsið opnar klukkan 10:00 og dagskrá hefst klukkan 10:30. 10:30 - Kynvitund Fræðslustýra Samtakanna 78 mun flytja erindi og svara spurningum. Sífellt fleiri ungmenni og börn kom út sem hinsegin, t.d. sem samkynhneigð eða trans, og núna mun yngri en áður. Það er nauðsynlegt fyrir okkur sem búum að börnum að þekkja inn í þennan heim og þær stuðningsleiðir sem í boði eru. Þá verður einnig farið yfir hugtök. 12:00 - Aðalfundur og léttur hádegisverður Nærandi stund með léttum hádegisverð og snörpum aðalfundi. 13:00 - Ný framkvæmdaáætlun í barnavernd Halldór og Margrét frá Barnaverndastofu gefa upplýsingar um hvernig staðan er í nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd sem núna liggur í sínu lokaferli hjá þingmannanefnd. Sérstaklega munum við skoða hvernig þessi nýja framkvæmdaáætlun hefur áhrif á fósturforeldra og fósturfjölskyldur. 13:30 - Tilfinningar og tilfinningastjórn Inga Wessmann hjá Litlu kvíðamiðstöðinni (kvíðamiðstöð fyrir börn) mun fara yfir tilfinningar og tilfinningastjórnun hjá fósturbörnum. Hvað eru tilfinningar og hvernig greinum við á milli þeirra? Hvers vegna erum við með þær og hvernig er tilfinninganæmi ólíkt og hvers vegna? Fundurinn er haldinn í húsnæði Barnaverndastofu, Borgartúni 21. Nánari upplýsingar má finna hjá formanni í síma 698 8998 eða með pósti til

fostur@outlook.com

Nýlegar fréttir
bottom of page