Aðalfundur 2019
Aðalfundur Félags fósturforeldra verður laugardaginn 9. nóvember 2019 og hefst hann kl. 12.30. Aðalfundurinn verður haldinn í húsnæði Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, Reykjavík. Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins en forsenda fyrir setu á fundinum er félagsaðild og greiðsla félagsgjalda fyrir árið 2019. Hægt verður að greiða félagsgjöld á staðnum.
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fram
Fjárhagsáætlun félagsins og ákvörðun félagsgjalda
Kosning stjórnar og endurskoðenda
Lagabreytingar
Önnur mál
Fyrir liggur að einhverjir stjórnarmenn munu ekki bjóða kost á sér til að halda áfram og því mikilvægt að félagsmenn hugi að framboðsmálum. Stjórn mun leggja fram lagabreytingatillögur eins og rætt var um á síðasta aðalfundi. Aðalfundurinn er hluti af árlegum fræðsludegi félagsins og því áhugaverð erindi á undan og eftir fundinum. Fræðsludagur hefst kl. stundvíslega kl. 10.00 og mun húsið opna rétt fyrir klukkan 10:00.