top of page

Fræðsludagur

Fræðsludagur Félags fósturforeldra býður uppá afar áhugaverðan og fræðandi dag, laugardaginn 9. nóvember nk. sem vonandi nýtist mörgum. Við munum fræðast um tengsl og tengslaröskun, nýlega unna stefnumótun fyrir framtíðarsýn félag fósturforeldra, ásamt umræðu um skömmina, þá flóknu tilfinningu, og hvernig hún hefur áhrif á líf okkar. Ekki láta þennan fund fram hjá þér fara. Fræðsludagurinn er án endurgjalds fyrir félagsmenn og starfsmenn í barnavernd. Fundurinn er haldinn í húsnæði Barnaverndastofu, Borgartúni 21.Húsið opnar rétt fyrir klukkan 10:00 og dagskrá hefst stundvíslega klukkan 10:00. Dagskrá dagsins. 10:00 – Tengsl og tengslaröskun Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi hjá Íslenskri ættleiðingu mun flytja erindi um tengsl og tengslaröskun og svara spurningum. 11.30 – Framtíðarsýn fyrir félag fósturforeldra Kynnt verður vinna frá stefnumótun stjórnar um framtíðarsýn fyrir félag fósturforeldra sem unnin var fyrr á þessu ári. Helsta niðurstaða stefnumótunnar er að verkefni félag fósturforeldra er „að bæta líf fósturfjölskyldna“. 12:00 - Léttur hádegisverður í boði félagsins Nærandi stund með léttum hádegisverð 12:30 – Aðalfundur Snarpur og skemmtiegur aðalfundur. Kosningar og framboð. Læti og kæti. Sjá dagskrá aðalfundar í öðrum viðburði. 13:30 – Skömmin Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði kemur til okkar og ræðir um nýútkomna bók sína, Skömmin: úr vanmætti í sjálfsöryggi. Þar fjallar hann um þá flóknu tilfinningu skömmina og hvernig hún í jafnvægi hjálpar okkur að tengjast öðrum og gæta virðingar í samskiptum. Þegar hún fer úr böndunum getur hún leitt okkur í átt að brotinni sjálfsmynd, þunglyndi og í alvarlegustu tilfellum til ofbeldis og sjálfsvíga. Því er ein af undirstöðum andlegs og líkamlegs heilbrigðis að kynnast skömminni, læra að temja hana og vingast við hana. Nánari upplýsingar má finna hjá formanni í síma 698 8998 eða með pósti til fostur@outlook.com.

Nýlegar fréttir
bottom of page