Ný lög félagsins samþykkt
Á aðalfundi 9. nóvember 2019 síðastliðinn voru endurskoðuð lög samþykkt fyrir félagið. Lögin voru samþykkt af öllum viðstöddum fundarmönnum utan eins sem sat hjá. Á aðalfundi 2018 var umræða um lög félagsins og þar var stjórn hvött til þess að vinna að heildarendurskoðun laganna og leggja fram tillögu að endurskoðuðum lögum á aðalfundi 2019. Það hefur núna verið gert.
Lögin eru einfölduð og löguð til. Helstu breytingar eru þær að félagsaðild og styrktaraðild er núna skilgreind mun betur en áður. Tilgangur félagsins er einfaldur og stjórn félagsins gerð áyrgð við að setja markmið og áætlanir um að ná þeim tilgangi.
Þá þarf eftirsem áður aðalfund og aukin meirihluta til að leggja niður félagið og gera lagabreytingar en einnig gert ljóst að til þess að gerast aðili að samtökum eða félagasamtökum þarf aukin meirihluta á aðalfundi eða félagsfundi.
Samkvæmt nýjum lögum er formaður ekki kosinn beint af aðalfundi, heldur skiptir stjórn sjálf með sér verkum og situr öll til eins árs. Þá er kosin fimm manna stjórn og þrír varamenn kjörnir samhliða.
Krafa félagsmanna um að geta fengið félagsfund er gerð skýrari, áður var tilgreint að 10% félagsmanna geti krafið um félags
Stjórnin má eftir sem áður ekki selja eignir félagsins né skuldsetja það en krafan um að bera fjárshagsskuldbindingar undir félagsfund eru teknar út. Þykja lögin um eignasölu og skuldetningu nógu gott aðhald til þess að stjórn geti til dæmis ráðið starfsmann eða skuldbindið félagið að öðru leyti.
Hér fyrir neðan má lesa endurskoðuð og samþykkt lög. En einnig eru þau aðgengileg á undirsíðu.
Lög Félags fósturforeldra
1. gr.
Félagið heitir Félag fósturforeldra
2. gr.
Tilgangur félagsins er að bæta líf fósturbarna og fósturfjölskyldna.
3. gr.
Tilangi sínum nær félagið með því að setja sér markmið og áætlun um að:
Vinna að öllu sem getur verið til hagsbóta fósturbörnum og fjölskyldum þeirra
Vera málsvari og í hagsmunabaráttu fósturbarna og fjölskyldum þeirra
Veita nýjum og verðandi fósturforeldrum stuðning og upplýsingar
Aðstoða og leiðbeina félagsmönnum um stuðning, upplýsingar og ráðgjöf í málefnum sínum
Stuðla að fræðslu meðal félagsmanna
Skapa vitundavakningu meðal almennings um hlutverk og stöðu fósturbarna og fósturfjölskyldna
4. gr.
Félagar geta verið:
Fjölskyldur eða einstaklingar sem hafa tekið að sér barn eða ungling í varanlegt eða skammtíma fóstur
Fjölskyldur eða einstaklingar sem taka reglulega að sér barn eða ungling í styrkt fóstur
Fjölskyldur eða einstaklingar sem taka reglulega að sér einstakling í fóstur og hafa fengið heimild Barnaverndastofu til þess
Félagar greiða félagsgjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar.
Opinberar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og aðrir geta sótt um styrktaraðild að félaginu með málfrelsis- og tillögurétt á fundum félagsins. Slík aðild er gerð með samningi milli stjórnar félagsins og styrktaraðila. Í samningi er samið um árlegt aðildaragjald. Slíkir samningar skuli ekki gerðir til fleiri en þriggja ára í senn.
5. gr.
Félagið er sjálfstætt frá öðrum samtökum og opinberum stofnunum. Félagið starfar á öllu landinu en heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Stjórn félagsins má gera samstarfsamninga við önnur félög og stofnanir. Félagsfundur eða aðalfundur vetiir samþykki fyrir aðilda að samtökum, innlendum og erlendum, með 2/3 hluta atkvæða fundarmanna að því gefnu að og því aðeins að tillaga um slíka aðild og atkvæðagreiðslu um hana sé tiltekin í auglýstri dagskrá fundarins.
6. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Aðalfund skal halda á tímabilinu september til nóvember ár hvert. Stjórn boðar til aðalfundar með dagskrá með sannarlegum hætti; til dæmis á heimasíðu, samfélagsmiðlum og tölvupóstlista með tveggja vikna fyrirvara. Rétt til fundarsetu hafa þeir einir sem greitt hafa félagsgjöld eða aðildargjald þess árs og eru ekki í skuld við félagið. Aðalfundur er löglegur og ályktunarfær ef löglega hefur verið til hans boðað. Dagskrá aðalfundar er eins og hér segir ásamt öðrum dagskrárliðum sem stjórn boðar til.
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagði fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalda
Kosningar til
Fimm manna stjórnar
Þriggja varamanna
Skoðunarmaður reikningar
Önnur mál
7. gr.
Stjórn skiptir sjálf með sér verkum. Fyrsti fundur stjórnar er í beinu framhaldi af aðalfundi þar sem hún velur sér í það minnsta formann. Stjórn skal halda fundargerðir og setja sér starfsáætlun og starfsreglur. Formaður boðar til funda og stýrir þeim eða tilnefndir einhvern til þess en varamaður í hans fjarveru.
Stjórn er heimilt að skipa í nefndir, svæðisráð, starfshópa eða embætti um ákveðin málefni eða tiltekin mál.
8. gr.
Stjórn boðar til félagsfundar með skriflegri dagskrá til félagsmanna með minnst 5 daga fyrirvara. Stjórninni er skylt að boða til félagsfundar ef 20 félagar krefjast þess að taka mál á dagskrá á félagsfundi. Rétt til fundarsetu hafa þeir einir sem greitt hafa félagsgjöld. Á félagsfundum skulu fundarstjóri og fundarritari vera kjörnir af fundarmönnum.
9. gr.
Stjórn félagsins er ekki heimilt að selja eignir félagsins né stofna til lántöku í nafni félagsins nema með samþykki aðalfundar eða félagsfundar.
10. gr.
Þessum samþykktum verður ekki breytt nema á aðalfundi og með samþykki 2/3 hluta félagsmanna. Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi með samþykkti 2/3 hluta atkvæða fundarmanna að því gefnu og að því aðeins að tillaga um slit félagsins og atkvæðagreiðslu um málið sé tiltekið í auglýstri dagskrá fundarins. Síðasti aðalfundur félagsins ráðstafar með einföldum meirihluta fundarmanna eignum félagsins til sambærilegs félags eða góðgerðamála.
Samþykkt á aðalfundi félagsins 9. nóvember 2019.