Aðalfundur 2020
Stjórn Félags fósturforeldra boðar til aðalfundar laugardaginn 12. desember 2020 næstkomandi klukkan 10:30.
Aðalfundurinn verður haldinn á fjarfundarformi í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Tengill inn á fundinn verður sendur til ykkar í tölvupósti daginn fyrir fundinn og verður einnig settur inn á facebook síðu félagsins.
Dagskrá aðalfundar verður með hefðbundnu formi. Fræðslufundur félagsins sem alla jafna er haldinn samhliða aðalfundi félagsins verður haldinn á nýju ári. Hann verður auglýstur nánar þegar nær dregur.
Dagskrá aðalfundar 2020 skv. lögum. 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagssins lagðir fram. 3. Fjárhagsáætlun félagsins ásamt ákvörðun félagsgjalda. 4. Kosning stjórnar og endurskoðenda (sjá 6. gr. félagslaga). 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Í 6. gr. félagslaga segir eftirfarandi um stjórnarkjör og skoðunarmann reikninga: Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Aðalfund skal halda á tímabilinu september til nóvember ár hvert. Stjórn boðar til aðalfundar með dagskrá með sannarlegum hætti; til dæmis á heimasíðu, samfélagsmiðlum og tölvupóstlista með tveggja vikna fyrirvara. Rétt til fundarsetu hafa þeir einir sem greitt hafa félagsgjöld eða aðildargjald þess árs og eru ekki í skuld við félagið. Aðalfundur er löglegur og ályktunarfær ef löglega hefur verið til hans boðað. Dagskrá aðalfundar er eins og hér segir ásamt öðrum dagskrárliðum sem stjórn boðar til.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Reikningar félagsins lagði fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Kosningar til a. Fimm manna stjórnar b. Þriggja varamanna c. Skoðunarmaður reikningar
Við vonumst til að sjá ykkur kæru félagsmenn á aðalfundinum.
Nánari upplýsingar er nálgast hjá stjórn félagsins í gegnum fostur@outlook.com eða á síðu Félags fósturforeldra á facebook.
Kveðja, Stjórnin.
Comentarios