top of page

Félag fósturforeldra auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Félag fósturforeldra leitar eftir framkvæmdastjóra í 50-60% starf. Ráðningin er tímabundin í 6 mánuði með möguleika á framlengingu og aukningu í starfshlutfalli.


Um er að ræða nýtt og spennandi starf og því eru miklir möguleikar á að móta og þróa starfið. Félagið leitar eftir drífandi, úrræðagóðum og sjálfstæðum einstakling sem getur verið í leiðandi hlutverki við að bæta líf fósturfjölskyldna á Íslandi og við að styrkja rekstrargrundvöll félagsins. Framkvæmdastjóri vinnur náið með stjórn félagsins og verður fyrsti starfsmaður þess.


Vinnutími er sveigjanlegur og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Fjáröflun og þróun styrktarleiða.

 • Utanumhald og samskipti við félagsmeðlimi.

 • Almennur rekstur.

 • Kynningarstarf og utanumhald miðla.

 • Samskipti við stofnanir og fyrirtæki.

 • Verkefnastjórnun á sérstökum verkefnum og viðburðum.

 • Skráning á verkefnum og fyrirspurnum.

 • Undirbúningur fyrir stjórnarfundi.


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, drifkraftur og skipulagshæfni skilyrði.

 • Menntun sem nýtist í starfi.

 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

 • Reynsla af fjáröflun og kynningarmálum.

 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.

 • Reynsla af vefumsjón/textagerð og efnisgerð kostur.

 • Þekking á málefnum fósturfjölskyldna kostur, en skilyrði að hafa áhuga á málaflokknum.

 • Hreint sakavottorð er skilyrði.


Umsóknum skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og listi yfir meðmælendur.


Umsóknir berist í gegnum Alfreð, umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar.


Frekari upplýsingar um starfið veita:

Anna Margrét Hrólfsdóttir, varaformaður, sími: 699-0822

Guðlaugur Kristmundsson, formaður, sími: 698-8998 


Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á fostur@fostur.

Comments


Nýlegar fréttir
bottom of page