top of page

Fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskógi

Loksins er komið að því - fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskóg verður haldin í annað sinn, helgina 10.-12. maí.


Athugið, helgin er eingöngu fyrir félagsfólk í Félagi fósturforeldra og fjölskyldur þeirra (ömmur og afar velkomin).

Frábær helgi í fallegu umhverfi.


Stútfull dagskrá af gleði og glaum, fullkomin gistiaðstaða og ljúffengur matur. Eina sem þarf að taka með eru lök, sængur og koddar, góð útiföt fyrir öll veður og góða skapið. Annað er á staðnum.


Hver fjölskylda fær sitt eigið herbergi og starfsfólk Vatnaskógs sér um að útbúa ljúffengan mat í öll mál.


VERÐ


15.500 krónur á mann, en frítt fyrir 6 ára og yngri. (innifalið í verði er fullt fæði, sérherbergi og öll dagskrá helgarinnar).


Hámarksverð á fjölskyldu er 45.000 (óháð fjölda).


Athugið: ekki er greitt við skráningu, heldur fær sá sem skráir fjölskylduna senda link á greiðslusíðu í tölvupósti. Sá linkur er virkur í 24 klst.


Skráning fer fram á vef Vatnaskógar: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=12376

Comments


Nýlegar fréttir
bottom of page