top of page

Loftbrú fyrir börn í varanlegu fóstri



Samkvæmt tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu getur Vegagerðin nú afgreitt fósturbörn í varanlegu fóstri um afsláttarkóða Loftbrúar.


Barna- og fjölskyldustofa hefur verið í samstarfi við Vegagerðina varðandi aðgengi fósturbarna að Loftbrúnni. Nú getur Vegagerðin afgreitt fósturbörn í varanlegu fóstri um afsláttarkóða Loftbrúar. Ekki er hægt að bjóða upp á sjálfsafgreiðslu að svo búnu en fósturforeldrar geta sótt um kóða í gegnum Vegagerðina. Starfsfólk almenningssamgangna hjá Vegagerðinni svara ábendingum um kóða fyrir Loftbrú ef um ræðir börn, yngri en 18 ára. Varðandi frekari fyrirspurnir um Loftbrú er bent á að hafa samband við Vegagerðina

 

Leiðbeiningar frá Vegagerðinni varðandi afgreiðslu afsláttarkóða:

 

Kóðar fyrir loftbrú eru eingöngu afgreiddir í gegnum ábendingar af vef Vegagerðarinnar. Ekki er heimilt að afgreiða slíka kóða í gegnum síma.  

Ábendingar eru sprettgluggi á forsíðu heimasíðu Vegagerðarinnar:

  • Sprettglugginn „Getum við aðstoða?“

  • Velja „Hafa samband“

  • og fylla út eins og við á.

Aðeins þarf að gefa upp kennitölur og það vanti kóða.

Ekki skal nota orðin fósturbarn eða fósturforeldri, heldur skal nota orðin foreldri og barn í staðin.

 

Barn í varanlegu fóstri býr hjá fósturforeldrum innan Loftbrúarsvæðis og forsjá barnsins er hjá sveitarfélagi utan Loftbrúarsvæðis.

Fósturforeldri sendir beiðni um kóða í gegnum vef Vegagerðarinnar, gefur upp kennitölu fósturforeldris og kennitölu barnsins, og tiltekur að forsjá er utan Loftbrúarsvæðis. Barni og fósturforeldri er flett upp á Creditinfo. Kannað er hvort báðir aðilar hafi sama fjölskyldunúmer. Séu númerin þau sömu og aðilar búsettir innan Lofbrúarsvæðis er foreldri sendur kóði á uppgefið tölvupóstfang.

 

Barn í varanlegu fóstri býr hjá fósturforeldrum innan Loftbrúarsvæðis og forsjá barnsins er hjá sveitarfélagi innan Loftbrúarsvæðis.

Fósturforeldri sendir beiðni um kóða í gegnum vef Vegagerðarinnar, gefur upp kennitölu fósturforeldris og kennitölu barnsins. Foreldri er sendur kóði í svari á uppgefið tölvupóstfang.


Félag fósturforeldra fagnar þessum umbótum og vonar að áfram verði unnið að því að að gera ferlið einfaldara og að sjálfsafgreiðsla verði möguleg í náinni framtíð.

Comments


Nýlegar fréttir
bottom of page