Rannsókn á reynslu og upplifun af heimilisleysi meðal ungs fólks á aldrinum 18–24 ára sem hafa verið í fóstri eða vistun.
- Admin
- May 14
- 1 min read
Updated: May 20

Sérfræðingar við félagsráðgjafadeild hjá Háskóla Íslands tak um þessar mundir þátt í samnorrænni rannsókn um reynslu og upplifun af heimilisleysi meðal ungs fólks á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið í fóstri eða vistun. Rannsóknin er styrkt er af rannsóknarráðinu NordFisk.
Rannsakendur eru Freydís Jóna Freysteinsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem er félaginu góðkunn vegna fyrri rannsókna er varðar fósturmál, ásamt Elvu Dögg Sigurðardóttir sem er lektor í félagsráðgjöf við HÍ og sérfræðingur hjá BOFS.
Tilgangur rannsóknarinnar er að veita innsýn inn í reynslu ungs fólks af heimilisleysi. Markmiðið er að bera kennsl á lykilatriði, þar sem lögð verður áhersla á að styðja við ungt fólk sem er að fara úr fóstri eða vistun, og draga úr hættu á heimilisleysi í framtíðinni. Þegar þessu verkefni lýkur, mun rannsóknarteymið gera tillögur til þeirra sem starfa á þessu sviði sem og til þeirra sem móta stefnu í þessum málaflokki, sem mun byggja á reynslu viðmælenda.
Því er leitað eftir viðmælendum á þessu aldursbili með reynslu af því að hafa verið í fóstri eða vistun sem hafa upplifað einhverskonar óvissu eða óöryggi er varðar fasta búsetu á fullorðins aldri. Viðmælendur fá 5.000 króna gjafabréf í Kringlunni að launum fyrir að taka þátt.
Þau sem eru áhugasöm geta haft samband við Freydísi Jónu Freysteinsdóttur með að senda henni tölvupóst á fjf@hi.is eða með að hafa samband við hana í síma 8686242. Eins má hafa samband við Evu Dögg með að senda henni tölvupóst á eds@hi.is eða með að hafa samband við hana í síma 8685916.
Hér má finna kynningarbréf um rannsóknina með nánari upplýsingum.
Comments