Stuðningshópur kominn af stað á Akureyri

Í janúar var vel heppnað kaffispjall fyrir fósturforeldra haldið á Akureyri. Viðburðurinn var liður í að koma á fót stuðningshópum á fleiri stöðum á landinu til að styðja þau sem þegar eru orðin fósturforeldra. En gagnvart því markmiði fékk félagið styrk frá hinu opinbera. Elsa Dögg stjórnarkona í Félagi fósturforeldra skipulagði viðburðinn og hrinti honum í framkvæmd.
Viðburðurinn var opinn fósturforeldrum innan sem utan Félags fósturforeldra og fór fram í húsnæði sálfræðistofunnar á Strandgötu þar sem Guðrún Kristín Blöndal fjölskyldufræðingur kom og hitti hópinn. Hún byrjaði á að halda stutt erindi þar sem hún veitti góð ráð um fjölskylduna og hjónabandið í samhengi fósturs. Því næst voru umræður opnaðar þar sem Guðrún tók virkan þátt og ræddi málin umbúðarlaust við viðstadda fósturforeldra.

Viðburðurinn gafst vel fyrir og var hópurinn staðráðinn í að hittast aftur og fá Guðrúnu til að hitta sig aftur. Næst verður hittingur þann 12. mars klukkan 19:30 á sama stað en upplýsingar má finna bæði á heimasíðu félagsins og á Facebook.
Aftur verður í boði fyrir fósturforeldra innan sem utan félags að mæta og vonar félagið að viðburðurinn geti nýst sem flestum.
Comments