top of page

Fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskógi

fös., 25. okt.

|

Vatnaskógur

Fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskógi
Fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskógi

Staður & stund

25. okt. 2024, 19:00 – 27. okt. 2024, 23:00

Vatnaskógur, Vatnaskógur, 301, Iceland

Um viðburðinn

Loksins er komið að því - fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskóg verður haldin að hausti, helgina 24.-26. október.

Skráning fer fram hjá Vatnaskógi og má finna með að smella hér. Verð er Verð er 15.500 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 45.000 kr. Athugið að 0 kr. koma við skráningu en Vatnaskógur sendir greiðsluhlekk til þeirra sem skrá sig eftir á.

Frábær helgi í fallegu umhverfi. Stútfull dagskrá af gleði og glaum sem félagið undirbýr. Líkt og áður má búast við frábærri dagskrá en í fortíð höfum við fengið Sirkus Íslands, Blaðarann, fyrirlesara, kandíflossvél og fleira. Þá höfum við aðgang að aðstöðu Vatnaskógs og verður hægt að fara út á báta. Við höfum aðgang að íþróttahúsinu sem býður alla þá möguleika sem búast má við af íþróttahúsi ásamt því að vera jafn vel búið og flest frístundaheimili með þythokkíborði, borðtennis, hoppuköstulum og fleiru.

Á staðnum er frábær gistiaðstaða. Hver fjölskylda fær sitt eigið herbergi en þarf að taka með sér lök, sængur/svefnpoka og kodda, góð útiföt fyrir öll veður og góða skapið. Annað er á staðnum.

Starfsfólk Vatnaskógs sér um að útbúa ljúffengan mat í öll mál en 5 máltíðar eru framreiddar á laugardegi. Mikilvægt er að skrá allar þarfir tengdar fæðu í skráningarkerfi Vatnaskógs.

Athugið að helgin er eingöngu fyrir félagsfólk í Félagi fósturforeldra og fjölskyldur þeirra (ömmur og afar velkomin).

Deila viðburðinum

bottom of page