top of page

Hugtök og skilgreiningar

Listi í mótun - athugasemdir á fostur@outlook.com

Varanlegt fóstur

Varanlegt fóstur er ígildi ættleiðingar, þó að flest fósturbörn eigi einhvers konar samskipti við kynforeldra eða kynfjölskyldu sína.

Með varanlegu fóstri er átt við að fóstur haldist þar til barn verður 18 ára gamalt eða fellt niður af öðrum þáttum, til dæmis vegna ættleiðingar, dóms eða riftun á fóstursamningi sem barnavernd og fósturforeldrar eru aðilar að.

 

Barnavernd skal koma barni í varanlegt fóstur þegar fyrirsjáanlegt þykir að ekki verði unnt að bæta aðstæður þess með öðrum hætti. Að jafnaði skal ekki gerður samningur um varanlegt fóstur fyrr en að liðnum reynslutíma (tímabundið fóstur).


Markmið með varanlegu fóstri er að tryggja til frambúðar umönnun, öryggi og stöðugleika í lífi barns innan fósturfjölskyldu.

Tímabundið fóstur

​Tímabundið fóstur er afmarkað í ákveðinn tíma með það að markmiði að barnið geti snúið aftur heim til kynforeldra

Með tímabundnu fóstri er átt við að fóstur vari í afmarkaðan tíma. Tímabundið fóstur á við þegar ætla má að unnt verði að bæta aðstæður þannig að barnið muni geta snúið aftur til foreldra sinna án verulegrar röskunar á högum sínum. Einnig er heimilt að ráðstafa barni í tímabundið fóstur þegar áætlað er að annað úrræði taki við innan afmarkaðs tíma.


Markmið tímabundins fósturs er að búa barni tryggar uppeldisaðstæður þann tíma sem fóstri er ætlað að vara og skapa aðstæður til að veita barninu og foreldrum þess þegar það á við nauðsynlegan stuðning þannig að barnið muni geta snúið aftur til foreldra sinna.

Styrkt fóstur

Fósturheimili getur þannig styrkt uppeldi tímabundið, til dæmis eina helgi í mánuði

Með styrktu fóstri er átt við að mælt sé fyrir um sérstaka umönnun og þjálfun á fósturheimili í tiltekinn tíma. Styrkt fóstur á við þegar barnið á við verulega hegðunarerfiðleika að stríða vegna geðrænna, tilfinningalegra og annarra vandamála af því tagi og uppfyllt eru skilyrði til að vista barnið á heimili eða stofnun skv. 79. gr. barnaverndarlaga, en nauðsynlegt þykir að koma barninu í fóstur í stað þess að vista það á heimili eða stofnun.
Markmið með styrktu fóstri er að barn njóti sérstakrar umönnunar þannig að mætt verði þörfum barnsins og barnið aðstoðað við að ná tökum á vandamálum sínum svo og að veita barninu og foreldrum þess þegar það á við nauðsynlegan stuðning þannig að barnið muni geta snúið aftur til foreldra sinna.

 

 

Reynslufóstur

Getur verið skammtíma eða varanlegt, en fóstrun á sér stað innan fjölskyldunnar. Í dag er það um 40% alls fóstur á Íslandi.

Með reynslufóstri er átt við að fóstur vari til reynslu í tiltekinn tíma áður en gerður er samningur um varanlegt fóstur. Reynslutími í hvert sinn skal að jafnaði ekki vera lengri en þrír mánuðir og aldrei lengur en eitt ár samtals.


Markmið með reynslufóstri er að kanna hvort aðstæður séu með þeim hætti á væntanlegu fósturheimili að þær henti þörfum og hagsmunum barns. Að reynslutíma loknum skal meta hvort það samræmist þörfum og hagsmunum barnsins að alast upp á fósturheimilinu.

Ættmenna fóstur

Getur verið skammtíma eða varanlegt, en fóstrun á sér stað innan fjölskyldunnar. Í dag er það um 40% alls fóstur á Íslandi.

Þegar talað er um ættmenna fóstur, er vísað til þess að barn sé sett í fóstur hjá ættmennum sínum af barnaverndayfirvöldum. Ættmenna fóstur geta verið skammtíma, varanlegt, til reynslu eða styrkt fóstur.

Fóstur barns til ættingja getur hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru greinilega þeir að barnið er áfram innan sömu fjölskyldu og þekkir líklega ættingjana vel og fer þar af leiðandi ekki alveg í nýtt umhverfi. En það getur verið mjög erfitt og krefjandi fyrir alla aðila. Tengsl við upprunafjölskyldu ber að varðveita, svo framarlega sem þau tengsl eru barninu til góðs. Oftast skiptir aldur barnsins mjög miklu máli hvað þetta varðar. Þó ber að hafa í huga að stundum eru tengslin ekki mikil og barnið þarf að kynnast ættingjum sínum á sama grundvelli og ef um vandalausa væri að ræða. Í alltof mörgum fósturmálum þar sem ættingjar hafa gerst fósturforeldrar hefur skapast togstreita innan fjölskyldunnar. Væntingar kynforeldra til umgengni hafa oft verið meiri en barnið eða fósturforeldrar ráða við og er barninu fyrir bestu. Við þær aðstæður skapast togstreita sem getur haft áhrif á öll fjölskyldusamskipti barnsins og fósturforeldranna. Ættingjar sem óska eftir því að gerast varanlegir fósturforeldrar fyrir barn innan fjölskyldunnar mega ekki taka að sér barnið með öðru hugarfari en því að þeir ætli að ganga barninu í foreldrastað. Ættingjar mega ekki hlaupa til og ætla að „geyma" barnið í einhvern óákveðinn tíma ef barni er ætlað að fara í varanlegt fóstur. Barnið á rétt á því að vita hverjum það á að tilheyra og hvar það á að eiga heima í framtíðinni.

bottom of page