Stjórn Félags Fósturforeldra
Stjórn Félags fósturforeldra, kjörin á aðalfundi 8. apríl 2024.
Guðlaugur "Gulli" Kristmundsson
- Formaður
Anna Margrét Hrólfsdóttir
Hildur Björk Hörpudóttir
Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson
Fríður Pétursdóttir
Varamenn í stjórn
Elsa Dögg Benjamínsdóttir
Tinna Hrund Hlynsdóttir
Jana Birta Björnsdóttir
Stjórnin er samansett af fósturforeldrum sem hafa mismunandi reynslu af fósturforeldrahlutverkinu. Í hópnum eru foreldrar með börn í varanlegu fóstri, í skammtíma fóstri, í styrktu fóstri og einnig foreldrar sem sjálf hafa reynslu af því að vera fósturbörn.
Sumir hafa verið fósturforeldrar ótal barna í skammtímafóstri á yfir tuttugu ára tímabili. Aðrir eru rétt að byrja og hafa verið með börn í fóstri í tvö ár. Það er því mikil og margbreytileg reynsla sem einkennir þennan hóp sem vinnur af ástríðu í þessum málaflokki með það að markmiði að bæta líf fósturfjölskyldna.