
STJÓRN
FÉLAGS FÓSTURFORELDRA
Um stjórnina
Stjórn félagsins er samansett af fósturforeldrum sem hafa mismunandi reynslu af hlutverki fósturforeldra. Í hópnum eru foreldrar með börn í varanlegu fóstri, í skammtíma fóstri, í styrktu fóstri og einnig foreldrar sem sjálf hafa reynslu af því að vera fósturbörn.
Sum hafa verið fósturforeldrar ótal barna í skammtímafóstri yfir tuttugu ára tímabili. Önnur eru rétt að byrja og hafa verið með börn í fóstri í tvö ár. Það er því mikil og margbreytileg reynsla sem einkennir hópinn sem nýtir þann styrkleika og vinnur af ástríðu að málefnum fósturforeldra með það að markmiði að bæta líf fósturfjölskyldna.
Stjórninni er annt um að störf hennar séu í samræmi við þarfir félagsfólks hverju sinni. Félagsfólk er því hvatt til þess að senda stjórn erindi en það má gera með að senda tölvupóst á stjorn@fostur.is.
Stjórn Félags fósturforeldra
2024-2025
Stjórn félags fósturforeldra er kjörin á aðalfundi félagsins og skiptir sjálf með sér verkum. Stjórn heldur fundargerðir og starfar samkvæmt starfsreglum og starfsáætlun sem hún setur sér.