top of page

Uppeldi barna er ábyrgðarmikið verk. Uppeldi annarra manna barna er jafnvel enn ábyrgðarmeira. Skyldurnar sem lagðar eru á hendur okkar eru miklar og því leggur félagið sig fram um að auðvelda aðgengi félagsmanna að fræðslu- og upplýsingaefni sem getur styrkt og stutt við þá í hlutverkum sínum.

Hafðu samband við okkur ef þú veist um áhugavert efni sem gæti nýst fósturforeldrum við umönnun barnanna eða sem getur styrkt okkur sem uppalendur

The Foster Parenting Toolbox

"A practical, hands-on approach to parenting children in Foster Care" 

 

Þessi bók er á ensku og miðar við bandaríska fósturkerfið en er með mikið af reynslusögum frá fósturbörnum, fósturforeldrum, félagsráðgjöfum og öðrum sem tengjast málefnum tengdum fóstri. 

Bókin er framlag til rannsókna á heimilisofbeldi, vanrækslu og misbeitingu gagnvart börnum og mæðrum og er jafnframt innlegg í baráttuna gegn þessu alvarlega þjóðfélagsmeini.
Í rannsókninni var leitað til barnanna sjálfra til að athuga hvaða hugmyndir þau hefðu um heimilisofbeldi. Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í ljós að viðhorf drengja og stúlkna eru nokkuð ólík og að vitneskja þeirra er oft meiri en foreldrar halda. Í bókinni segja börn frá skilningi sínum og viðbrögðum við margþættu ofbeldi á heimilum.

 

Bókin hlaut Fjöruverðlaunin árið 2015

Máttur tengslanna

Foreldrafélag ættleiddra barna (FÆB) hefur gefið út íslenska þýðingu bókarinnar "The Connected Child: Bring hope and healing to your adoptive family" sem fjölmargir fóstur- og kjörforeldrar kannast við. 
Bókin er sú fyrsta sem gefin er út á íslensku þar sem umfjöllunarefnið er góð ráð og árangusríkar leiðir við uppeldi barna sem alast upp í kjör- og fósturfjölskyldum.
Bókin er þýdd af Höllu Sverrisdóttur og um faglegan yfirlestur sá Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur.

Bókina er hægt að kaupa með því að senda póst á netfangið boksala@aettleiding.is og kostar hún 5.900 kr.

Vanrækt börn og fjölskyldur þeirra

Þeim sem vinna með börnum og unglingum ber skylda til að hlúa að þeim og tryggja velferð þeirra. Ábyrgð okkar felst ekki síst í því að þekkja og bera kennsl á tilfinningalegt ofbeldi og vanrækslu. Þetta er bók sem ætti að vera til á hverju heimili þar sem börn eru

Verndum þau

Fjallað er um vísbendingar um vanrækslu og ofbeldi gegn börnum í bókinni Verndum þau , og hvernig bregðast eigi við ef slík mál skjóta upp kollinum. Einnig er gerð grein fyrir ferli mála af þessu tagi hjá barnaverndaryfirvöldum og innan dómskerfisins.

Höfundar bókarinnar eru Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir MSc í sálfræði

Í nándinni - Innlifun og umhyggja

Sálfræðingurinn Guðbrandur Árni Ísberg er félagsmönnum að góðu kunnur. Auk þess að hafa haldið fyrirlestra fyrir okkur hafa margir fósturforeldrar notið handleiðslu hans í erfiðum málum. Hann skrifaði þessa merkilegu bók sem á erindi til allra sem eiga í mannlegum samskiptum

Árin sem enginn man

Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir skrifaði þessa stórkostlegu bók um fyrstu árin. Jafnvel þó enginn muni eftir þeim, er nú talið að fyrstu tvö til þrjú árin í lífi hvers einstaklings séu þau mikilvægustu, því þá mótast sjálfsmyndin

Afleiðingar heimilisofbeldis

Á heimasíðu Umboðsmanns barna eru ýmsar góðar og gagnlegar fyrir alla foreldra og börn. M.a. er fjallað um heimilisofbeldi og áhrif þess á þau börn sem verða vitni að slíku

Fósturbörn í Bandaríkjunum

Cris Beam skrifaði áhugaverða bók um líf bandarískra fósturbarna. Í bókinni ljáir hún fósturbörnum rödd, og talar máli þeirra þegar svo margir hafa látið þau afskiptalaus. Bókina er hægt að kaupa á Amazon og einning er hún til sem rafbók

Fósturbörn í nýjum skóla

Sigurrós Ragnarsdóttir skrifaði lokaverkefni sitt til MA gráðu í félagsráðgjöf árið 2012. Í verkefninu sem unnið var að frumkvæði Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd var m.a. leitast við að kanna hvort skólastjórnendum þætti upplýsingagjöf barnaverndarnefndanna nægilega góð við komu fósturbarna í nýjan skóla

Undirbúningur og stuðningur

Lokaverkefni Silju Rósar Guðjónsdóttur í MA námi í félagsfræði fjallaði um þann stuðning sem fósturforeldrar fá þegar þeir taka barn í fóstur. Mjög áhugaverð grein sem unnin var í samvinnu við félag fósturforeldra

Heimsóknir barna í fangelsi

Fangelsismálastofnun Rískisins gaf árið 2013 út lítinn bækling með hugleiðingum og ráðleggingum til foreldra barna sem heimsækja ástvini sína í fangelsi

Please reload

bottom of page