top of page
nick-morrison-FHnnjk1Yj7Y-unsplash.jpg

GREINAR

Stundum fjalla fjölmiðlar um fósturmál. Sjaldan reyndar, þar sem fjölmiðlafólk veit að þessi málaflokkur er viðkvæmur og aðilar bundnir trúnaði, og því er yfirleitt eingöngu hægt að fá eina hlið málsins fram.  Félag fósturforeldra fagnar málefnalegri umræðu og leggur sig fram um að taka þátt í henni, veita upplýsingar og leiðrétta misskilning. Okkur er t.a.m. mjög annt um að hugtökunum "fósturforeldrar" og "stjúpforeldrar" sé ekki ruglað saman.

will-francis-ZDNyhmgkZlQ-unsplash.jpg

Ábending til fjölmiðla

 

Af og til heyrum við og sjáum blaðamenn nota hugtakið "fósturforeldrar" þegar fjallað er um stjúpforeldra. 

 

Barnaverndarstofa og Félag fósturforeldra hafa ítrekað sent fréttamönnum bréf til áréttingar á réttri notkun þessara hugtaka, og erum við þess fullviss að smám saman muni aðilar átta sig á mikilvægi réttrar notkunar þessara hugtaka.

 

Stjórn félagsins sendi RUV bréf um miðjan janúar 2014 og vakti athygli á þessu í kjölfar Kastljóssþáttar um misnotkun á fatlaðri konu.

 

BVS sendi fjölmiðlum bréf árið 2010 sem stendur enn fyrir sínu.

 

Hér má lesa um muninn á "fóstur-" og "stjúp-" á Vísindavef HÍ.

Greinaflokkur á mbl.is

 

Mbl.is hefur um nokkurt skeið fjallað ítarlega um ungmenni í vanda. 

Hægt er að nálgast þessar greinar á einum stað, en þær ná allt aftur til ársins 2011. Í þeim er fjallað um brottfall úr framhaldsskólum, strokubörn, kynlíf unglinga, sjálfsvíg, geðsjúkdóma barna og unglinga og margt, margt fleira.

 

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með þessari umræðu.

 

Umfjöllun stöðvar 2

Í upphafi árs 2014 var fjallað um mál stúlku frá Haítí sem fjarlægð var af heimili sínu og vistuð hjá fósturforeldrum.

 

Stöð2 tók viðtal við Steinunni Kristínu Pétursdóttur, varaformann félagsins, vegna ummæla sem lögmaður forsjáraðila stúlkunnar viðhafði. Viðtalið má sjá og lesa á Vísi.is

 

will-francis-ZDNyhmgkZlQ-unsplash.jpg

UMFJÖLLUN Á RÚV

Í október 2012 var RUV með góða og þarfa umfjöllun um fósturmál á Íslandi.
 
Í Landanum var rætt við stúlku sem var í fóstri á unglingsárum, ásamt því að rætt var við Guðberg G. Birkisson, formann félagsins, um kosti þess að vista börn og unglinga á venjulegum heimilum í stað annars konar úrræða á vegum ríkisins.
 
Daginn eftir var viðtal við Steinunni Kristínu Pétursdóttir, núverandi varaformann, í síðdegisútvarpi Rásar 2 um brotalamir í tryggingamálum fósturforeldra.

bottom of page