Fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskógi að hausti 2025
fös., 24. okt.
|Vatnaskógur, 301, Iceland
Við höldum enn eina ferðina í Vatnaskóg og eigum þar dásamlega helgi í góðum félagsskap


Staður & stund
24. okt. 2025, 16:30 – 26. okt. 2025, 14:30
Vatnaskógur, 301, Iceland
Um viðburðinn
Við endurtökum leikinn - fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskóg verður haldin að hausti 2025, helgina 24.-26. október.
Skráning fer fram hjá Vatnaskógi og mun senn opna. Athugið að helgin er eingöngu fyrir félagsfólk í Félagi fósturforeldra og fjölskyldur þeirra (ömmur og afar velkomin). Helgin kostar litlar 16.900 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri og hámarksverð fyrir fjölskyldu er 48.500 kr.
Frábær helgi í fallegu umhverfi. Stútfull dagskrá af gleði og glaum fyrir þau yngri og fræðslu og félagsskap fyrir þau eldri. Við birtum nánari dagskrá þegar nær dregur en síðast fengum við spilavini, blaðrarann og fræðslu fyrir fullorðna fólkið ásamt allri hinni hefðbundnu dagskrá sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða.
Á staðnum er frábær gistiaðstaða. Hver fjölskylda fær sitt eigið herbergi en þarf að taka með sér lök, sængur/svefnpoka og kodda, góð útiföt fyrir öll veður og góða skapið. Annað er á staðnum.
Starfsfólk Vatnaskógs sér um…