Fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskógi að hausti 2025
fös., 24. okt.
|Vatnaskógur, 301, Iceland
Við höldum enn eina ferðina í Vatnaskóg og eigum þar dásamlega helgi í góðum félagsskap


Staður & stund
24. okt. 2025, 16:30 – 26. okt. 2025, 14:30
Vatnaskógur, 301, Iceland
Um viðburðinn
Við endurtökum leikinn - fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskóg verður haldin að hausti 2025, helgina 24.-26. október.
Skráning fer fram hjá Vatnaskógi og mun senn opna. Athugið að helgin er eingöngu fyrir félagsfólk í Félagi fósturforeldra og fjölskyldur þeirra (ömmur og afar velkomin). Helgin kostar litlar 16.900 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri og hámarksverð fyrir fjölskyldu er 48.500 kr.
Frábær helgi í fallegu umhverfi. Stútfull dagskrá af gleði og glaum fyrir þau yngri og fræðslu og félagsskap fyrir þau eldri. Dagskrá má sjá hér að neðan

Á staðnum er frábær gistiaðstaða. Hver fjölskylda fær sitt eigið herbergi en þarf að taka með sér lök, sængur/svefnpoka og kodda, góð útiföt fyrir öll veður og góða skapið. Annað er á staðnum.
Starfsfólk Vatnaskógs sér um að útbúa ljúffengan mat í öll mál en 5 máltíðar eru framreiddar á laugardegi. Mikilvægt er að skrá allar þarfir tengdar fæðu í skráningarkerfi…