Fósturforeldri: Að skapa öryggi á óöruggum tímum
þri., 07. jan.
|Hafnarfjörður
Námskeið á vegum Tengslamat fyrir fyrir fósturforeldra til að efla færni í að styðja við og hafa jákvæð áhrif á líðam barna innan fósturfjölskyldna
Staður & stund
07. jan. 2025, 09:00 – 16:00
Hafnarfjörður, Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður, Iceland
Um viðburðinn
Fósturforeldri: Að skapa öryggi á óöruggum tímum
Hvort sem um ræðir fósturforeldra, félagsráðgjafa eða sérfræðinga í barnavernd, bjóðum við þér að efla færni í að styðja við og hafa jákvæð áhrif á líðam barna innan fósturfjölskyldna. Við bjóðum upp á námskeið sem miða að því að nýta innsæi úr taugavísindum og tengslafræðum við slíkar aðstæður.
Þarfir barna eru misjafnar og krefjast sérhæfðar greiningar á aðstæðum, markvissra íhlutana og sérhæfðrar þekkingar til að skapa stöðugleika, meðhöndla börn sem hluta af margþættu kerfi, veita stuðning við að takast á við áskoranir, leiðbeina þeim í gegnum erfiða lífsatburði og efla sjálfsþekkingu.
Námskeiðið verður kennt í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði en þáttakendur geta einnig kosið að sitja námskeiðið í gegnum Zoom fjarfundarbúnað. Námskeiðið er kennt á ensku. Námskeiðsgjald er 48.600 krónur.