Jólabingó 2025
sun., 14. des.
|Reykjavík
Félag fósturforeldra verður með jólabingó fyrir félagsfólk


Staður & stund
14. des. 2025, 14:00 – 16:30
Reykjavík, Sigtún 42, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Félag fósturforeldra stendur fyrir jólabingó í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, sunnudaginn 14. desember kl. 14:00-16:30. Auk bingósins verður boðið upp á rjúkandi kakó, jólalegt kruðerí og svo er aldrei að vita nema jólasveinarnir komi sér ferð til byggða til að líta á okkur. Því er kjörið að félagsfólk taki fjölskylduna með sér.
Stjórn og skrifstofa félagsins vinnur að því hörðum höndum þessa stundina að afla glæsilegra vinninga og verður heildarlisti þeirra birtur þegar nær dregur.
Verð:
Bingóspjaldið verður á 1.000 krónur og 3 á 2.500 og verður tekið við greiðslum fyrir spjöldum á staðnum.
Við vonumst til að sjá sem flest, engrar skráningar er þörf en þó hjálpar okkur við skipulag ef fólk lætur vita af komu sinni og er gott að það sé gert í Facebook viðburði.