Kaffispjall í janúar
þri., 14. jan.
|Reykjavík
Kaffispjall Félags fósturforeldra fer fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.


Staður & stund
14. jan. 2025, 19:30 – 22:30
Reykjavík, Sigtún 42, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Kaffispjall Félag fósturforeldra fer fram fyrsta þriðjudagskvöld hvers mánaðar!
Á kaffispjalli í janúar vill félagið kynna félagsfólk fyrir nýjum lögfræðingum félagsins og fyrirkomulagi samstarfs við þá. Lögfræðingarnir verða félaginu innan handar bæði til að mæta þörfum félagsfólks í þeirra einstaklingsmálum en einnig til að liðsinna félaginu í hagsmunagæslu heildarinnar.
Lögfræðingarnir munu byrja á að kynna sig, segja betur frá samstarfinu og hvernig þeir geta liðsinnt félagsfólki. Í kjölfar þess verður opnað á umræður um þau lagalegu álitamál sem fósturforeldrar hafa rekið sig á eða verið til trafala ásamt reynslu af réttarkerfinu og dómstigum. Með því vonast er vonast til að lögfræðingarnir verði betur áskynja hvaða áskoranir félagsmenn eru að mæta en líka fyrir félagið til að kortleggja hvaða áskoranir eru kerfislægar og gagnast mest að reyna að vinna á. Við biðjum allt félagsfólk að gefa sér tíma til þess að mæta og mæta undirbúin til umræðna með spurningar. Einnig verður mögulegt…