Kaffispjall - september 2025
þri., 02. sep.
|Reykjavík
Kaffispjallið kemur aftur úr sumarfríi


Staður & stund
02. sep. 2025, 20:00 – 20:30
Reykjavík, Sigtún 42, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Fyrsta kaffispjall haustsins fer samtímis fram í Mannréttindahúsinu og í gegnum fjarfundarbúnað.
Við hefjum kaffispjallið á því að fá kynningu frá Sigrúnu Evu Grétarsdóttir en hún er fósturforeldri ásamt því að vera náms- og starfsráðgjafi. Sigrún mun segja okkur samskiptadagbókinni Okkar á milli sem er hönnuð til að efla tengsl milli barns og foreldris í gegnum spurningar og skrif. Bókin inniheldur yfir 60 fjölbreyttar spurningar - allt frá fyndnum ”hvort myndir þú frekar?” yfir í dýpri umræðuefni sem krefjast ígrundunar. Foreldri og barn svara spurningunum til skiptis og er hugmyndin sú að hún gangi á milli þeirra eins og póstsending. Bókinni er ætlað að opna á nýja samskiptaleið og skapa dýrmæt augnablik. Bókin hentar öllum fjölskyldugerðum og öllum kynjum.
Að kynningu lokinni verður setið lengur og fósturforeldrum gefst tækifæri til að ræða hjartans mál og kynnast betur öðrum fósturforeldrum.
Við hvetjum þau sem eru áhugasöm um að mæta að melda sig…