Málþing - Er farsæld tryggð í fósturmálum?
fös., 28. mar.
|Reykjavík
Félag fósturforeldra heldur málþing um málefni fósturs og fósturforeldra


Staður & stund
28. mar. 2025, 09:00 – 15:00
Reykjavík, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Þann 28. mars frá klukkan 09:00-15:00 stendur Félag fósturforeldra fyrir málþingi um málefni fósturforeldra á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica hótelinu á Suðurlandsbraut 2.
Fyrri hluta dags mun málþingið snúast um stöðu fósturfjölskyldna eins og hún birtist okkur í dag og skapa sjaldgæft tækifæri fyrir fósturforeldra og fagaðila til að fræðast um og ræða upplifanir af hversdagslegum áskorunum. Síðari hluta dags munum við svo horfa til framtíðar, hvers konar framþróunar megi vænta í stuðningi við fóstur, hvernig megi takast betur á við áskoranir og hvernig megi betur tryggja að góðri reynslu og starfsháttum sé deilt milli ólíkra landshluta. Í lok dags fáum við svo aðila í panel þar sem tækifæri verður til að ræða vel það sem komið hefur fram yfir daginn.
Við höfum undirbúið frábæra dagskrá og verða erindi frá fagfólki, fræðafólki, félagsstjórn, fyrrum formanni og auðvitað fósturforeldrum.
Skráning er opin til 26. mars og er þátttökugjald 4.500 kr…