Stuðningshópur fósturforeldra á Akureyri - október 2025
þri., 28. okt.
|Akureyri
Stuðningshópur Félags fósturforeldra á Akureyri hittist síðasta þriðjudag hvers mánaðar, að jafnaði á Berjaya hótelinu nema annað sé auglýst.


Staður & stund
28. okt. 2025, 20:00 – 23:00
Akureyri, Þingvallastræti 23, 600 Akureyri, Iceland
Um viðburðinn
Stuðningshópur Félags fósturforeldra á Akureyri hittist síðasta þriðjudag hvers mánaðar. Hópurinn hittist alla jafna á Berjaya hótelinu nema annað sé auglýst. Staðsetning og dagskrá verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Stuðningshópurinn er liður í verkefni félagsins að koma á fót staðbundnum jafningjastuðning fyrir fósturforeldra á fleiri stöðum á landinu en mennta- og barnamálaráðuneytið hefur styrkt verkefnið en ÖBÍ hefur einnig verið dyggur bakhjarl verkefnisins með styrkjum til fræðslu. Fósturforeldrar á Norðurlandi jafnt innan sem utan félagsins er velkomið að mæta. Við hvetjum þau sem hyggjast mæta að melda sig á facebook viðburði.
Elsa Dögg stjórnarkona í Félagi fósturforeldra stýrir viðburðinum og veitir frekari upplýsingar. Hægt er að ná af henni á netfanginu elsaben@simnet.is og í síma 862-0497.