top of page

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Persónuverndarstefna Félags fósturforeldra.​

Félag fósturforeldra eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að bæta líf fósturfjölskyldna á íslandi. Það skiptir okkur öllu máli að fara vel með allar þær upplýsingar sem fólk treystir okkur fyrir, hvort sem það er í tengslum við félagsmeðlimi okkar, viðburði sem við höldum eða upplýsingar um styrktaraðila okkar. Við fylgjum persónuverndarlögum í hvívetna og gætum upplýsinga með öruggum hætti

Hvaða upplýsingum söfnum við?

Við söfnum upplýsingum um meðlimi okkar til þess að geta veitt sem besta ráðgjöf og þjónustu og haldið utan um samfélag fósturfjölskyldna. Þegar einstaklingur skráir sig í félagið söfnum við t.d. kennitölu, nafni og netfangi til þess að ganga frá skráningu. Greiðsla félagsgjalda fer fram í gegnum rafrænt greiðslukerfi. Þar skráir viðkomandi inn nafn, netfang, kennitölu og greiðslukortaupplýsingar. Skv. þjónustusamningi eru kortaupplýsingar dulkóðaðar og geymdar með öruggum hætti á meðan á félagsaðild stendur.

Við söfnum upplýsingum til að tryggja að við getum tekið við fjárframlögum, bæði stökum og mánaðarlegum.  Við skrásetjum á öruggan hátt upplýsingar sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir gefa upp þegar fjárframlag er gefið, svo sem í síma eða í tölvupósti. Þessar upplýsingar geta verið kennitala, nafn, símanúmer, tölvupóstfang og greiðsluupplýsingar.*

Þegar einstaklingar koma á viðburði hjá Félags fósturforeldra , þegar við höldum fyrirlestra fyrir hópa eða í öðru starfi okkar með fólki gætum við þurft að taka niður upplýsingar til að tryggja rétta nálgun og að aðgengi sé fyrir alla. Ef við tökum niður viðkvæmar persónuupplýsingar eru þær geymdar með öruggum hætti og eytt um leið og ekki lengur er þörf á þeim. Við leggjum mikla áherslu á trúnað í öllu okkar starfi og engum upplýsingum er deilt án samþykkis.

*Athugið, þegar þörf er á að geyma greiðsluupplýsingar, til dæmis fyrir mánaðarlega styrki, þá gerum við það alltaf með öruggum hætti og dulkóðum greiðsluupplýsingar þegar við á.

Hvernig notum við upplýsingar sem við söfnum?

Félag fósturforeldra notar upplýsingar í samræmi við tilgang sinn. Það skiptir okkur miklu máli að eiga í góðum samskiptum við þá einstaklinga og fjölskyldur sem eru meðlimir í samtökunum og geta upplýst þá um árangur í starfinu og deilt tilkynningum frá opinberum aðilum er snúa að fósturmálum. 

Þegar einstaklingur, fyrirtæki eða stofnanir styrkja samtökin með fjárframlagi notar Félag fósturforeldra þær upplýsingar sem það safnar til þess að veita upplýsingar um hvernig styrkurinn nýtist og um árangur í starfinu.

Ef þú vilt ekki eiga í samskiptum við okkur eða vilt breyta því hvernig við eigum í samskiptum við þig þá er þér velkomið að hafa samband við okkur á netfangið fostur@fostur.is

Upplýsingar sem þú veitir okkur gera okkur meðal annars kleift að:

  • Senda þér upplýsingar um starfsemi Félags fósturforeldra.

  • Deila tilkynningum frá opinberum aðilum eða fræða þig um mikilvæg málefni sem félagið telur að varðii fósturforeldra.

  • Innheimta félagsgjöld og ganga frá greiðslu félagsgjalda og framlögum til starfsins.

  • Svara fyrirspurnum félagsmanna og halda skrá utan um slíkar fyrirspurnir

  • Afhenda vörur eða þjónustu og hafa samband við þig varðandi pantanir eða framlög.

  • Auglýsa viðburði, ráðgjöf og fræðslu félagsins gagnvart þér.

  • Láta þig vita af hlunnindum og sérkjörum sem félagsfólki býðst.

Með hverjum deilum við upplýsingum?

Ef þú hefur gefið upp greiðsluupplýsingar, s.s. kreditkortanúmer eða númer bankareiknings, þá miðlar Félag fósturforeldra þeim upplýsingum til banka eða kortafyrirtækis sem annast greiðslumiðlun til þess að ganga frá greiðslu þinni.

 

Félag fósturforeldra deilir upplýsingum um þau sem styrkja félagið ásamt upphæð gjafa og deilir með Ríkisskattstjóra svo þú getir nýtt þér skattaafslátt í samræmi við gildandi lög.

Öryggi gagna og lengd vörslu

Upplýsingar sem einstaklingar gefa upp eru geymdar með öruggum hætti, en við kaupum þjónustu á borð við hýsingu á vefsíðu, greiðsluþjónustu, gagnagrunnsþjónustu og fleira hjá samstarfsaðilum okkar sem skuldbinda sig til að tryggja öryggi upplýsinga samkvæmt okkar kröfum og samkvæmt lögum um persónuvernd. Þess ber að geta að þessir samstarfsaðilar okkar nota ekki upplýsingarnar í eigin tilgangi.

 

Ef grunur vaknar um svikula eða saknæma háttsemi hefur  Félag fósturforeldra rétt á að upplýsa viðeigandi fyrirtæki/stofnanir eða yfirvöld um slíkt.

Öryggi gagna og lengd vörslu

Upplýsingar sem einstaklingar gefa upp eru geymdar með öruggum hætti, en við kaupum þjónustu á borð við hýsingu á vefsíðu, greiðsluþjónustu, gagnagrunnsþjónustu og fleira hjá samstarfsaðilum okkar sem skuldbinda sig til að tryggja öryggi upplýsinga samkvæmt okkar kröfum og samkvæmt lögum um persónuvernd. Þess ber að geta að þessir samstarfsaðilar okkar nota ekki upplýsingarnar í eigin tilgangi.

 

Ef grunur vaknar um svikula eða saknæma háttsemi hefur  Félag fósturforeldra rétt á að upplýsa viðeigandi fyrirtæki/stofnanir eða yfirvöld um slíkt.

Hversu lengi geymum við upplýsingar?

Félag fósturforeldra geymir upplýsingar ekki lengur en  nauðsyn krefur. 

Þú getur óskað eftir afriti af þeim persónuupplýsingum sem við geymum um þig á grundvelli 18. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Ef þú vilt breyta samskiptaleiðum við okkur, fá afrit af þínum upplýsingum eða óskar eftir að þeim sé eytt skaltu senda okkur línu á fostur@fostur.is

 

Athugaðu að þessi persónuverndarstefna getur tekið breytingum og við hvetjum þig því til þess að lesa hana reglulega. Þessi stefna var síðast uppfærð 16.9.2024.

bottom of page