top of page

SKILMÁLAR FÉLAGSGJALDA

Gildistími samnings um félagsgjöld

Félag fósturforeldra (5503932049) og félagsmaðu rgera með sér svohljóðandi samning.

Tilgangur samkomulagsins er að félagsmaður greiði Félagi fósturforeldra árlegt félagsgjald.

Samningur þessi tekur gildi við stofnun þess sem greiðir gjaldið. Árlegt félagsgjald er þar eftir rukkað 1. febrúar hvert ár.

Félagsmaður gerir sér grein fyrir að hafa stofnað til áskriftar á félagsgjaldi og er ábyrgur fyrir því að greiða það eða segja félagsaðild sinni upp tímanlega.

 

Samingur er uppsegjanlegur hvenær sem er á tímabilinu og tekur uppsögn gildi samstundis. Greiði félagi ekki félagsgjald eftir að hafa fengið áskorun um að gera það getur félagið sagt upp samningnum og fellur þá félagsaðild niður þar til félagsmaður býr til nýjan samning og greiðir.

Kaupandi skal greiða árlegt félagsgjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.

Vilji kaupandi segja upp samningnum ber honum að gera það með því að hafa samband með tölvupósti eða síma sem ávallt má finna á heimasíðu félagsins.

Félagsaðild í kjölfar greiðslu

Félagsaðild telst stofnuð frá þeim tíma sem gjaldið er fyrst greitt og viðeigandi gögn liggja fyrir hjá félaginu, hefur viðkomandi félagsaðild svo lengi sem henni er ekki sagt upp og félagsgjöld eru í skilum.

Endurgreiðslur

Félagsgjöld eru ekki undir neinum kringumstæðum endurgreidd.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Farið er með upplýsingarsem félagsfólk veitir  í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins sem félagsfólk samþykkir við skráningu.

Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir verslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur "Félag fósturforeldra" á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

bottom of page