top of page

NOFCA 2012

Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Svíðþjóð og var Soffía Ellertsdóttir fulltrúi okkar á fundinum.

Menntun fósturbarna hefur verið mikið í fókus undanfarin ár í Svíþjóð og reyndar líka á hinum Norðurlöndunum og var á fundinum kynnt SkolFam sem var innleitt í einn af skólum sveitafélagsins Gävle árið 2010 og á þetta verkefni að standa til 2013. Norðmenn eru búnir að kaupa réttinn til að nota námsefni SkolFam og eru finnarnir að skoða málið.

Í Svíþjóð hafa verið að koma upp mál vegna slæmrar meðferðar á skjólstæðingum barnaverndaryfirvalda og í kjölfarið hefur farið af stað mikil umræða um hvernig best mætti standa að málefnum þeirra sem þurfa að nýta sér þjónustu barnaverndaryfirvalda og kannski ekki síst hvernig hægt sé að undirbúa fósturforeldra á sem bestan hátt fyrir sitt erfiða verkefni. Ólíkt flestum öðrum Norðurlöndunum þá er það ekki skylda fyrir sænska fósturforeldra að fara á námskeið til að fá réttindi til að gerast fósturforeldrar.

Nú er búið að hanna námsefni til að þjálfa fósturforeldra og svipar því mjög til Foster Pride. Hege Sundt kynnti Nofca verkefnið um ættingjafóstur en eins og fram hefur komið áður þá hefur Soffía Ellertsdóttir unnið íslenska rannsóknarhlutann af verkefninu.

Nýlegar fréttir
bottom of page