Samfélagssjóður Landsbankans styrkir vitundarvakningu um mikilvægi og þörf á fósturforeldrum
- Admin
- Dec 16, 2025
- 1 min read

Félag fósturforeldra hyggst vekja aukna meðvitund um hlutverk fósturforeldra á meðal almennings. Hví fósturforeldrar séu mikilvægir, hvað drífi það fólk áfram sem þegar hafi gerst fósturforeldrar og hvers vegna fólk ætti að gerast fósturforeldrar. Í þeim tilgangi sótti félagið um styrk til samfélagssjóðs Landsbankans svo að félaginu væri unnt að kynna fólki betur hlutverk fósturforeldra.
Yfir 400 umsóknir bárust samfélagssjóð Landsbankans þetta árið og því er félagið þakklátt að sjóðurinn skyldi sjá ástæðu til að styrkja styrkja verkefnið. Verkefnið var eitt 32 verkefna til að hljóta styrk og tók við því við honum í góðum félagsskap við athöfn í Landsbankanum þann 8. desember síðastliðinn. Félagið hlaut 500.000 króna styrk fyrir verkefninu sem félagið mun koma til góðra nota við að hrinda verkefninu af stað.

Við hlökkum til að eiga í frekara samtali og samstarfi við félagsfólk okkar um verkefnið en við stefnum á að hefja framleiðslu á efninu eins fljótt og auðið er á nýju ári.






Comments