Hlupu í nafni félagsins og söfnuðu 173.000 krónum
- Admin
- Aug 26
- 1 min read

Reykjavíkurmaraþo Íslandsbanka fór fram á Menningarnótt um liðna helgi og stóðu nokkrir hlauparar á bakvið tvær áheitasafnanir fyrir Félag fósturforeldra þetta árið.

Guðlaugur Kristmundsson er fósturforeldri sem hljóp ásamt fjölskyldu sinni í skemmtiskokkinu og safna þannig áheitum fyrir félagið, en félagið hafði einmitt hvatt fósturforeldra og börn þeirra að gera slíkt hið sama. Guðlaugur og fjölskylda áttu þannig skemmtilega stund saman í góðum félagsskap, en rúmlega 4.400 þátttakendur tóku þátt í skemmtiskokkinu, á sama tíma og þeir söfnuðu 78.000 krónum fyrir félagið.

Íris Jóhannsdóttir hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði áheitum fyrir félagið en hún er fósturamma þriggja barna. "Dóttir mín og hennar kona eru fósturforeldrar, og í gegnum þær hef ég fengið þrjú yndisleg fósturbarnabörn inn í líf mitt. Ég veit af eigin raun hversu miklu þetta starf skiptir – bæði fyrir börnin og fjölskyldurnar sem taka þau að sér" sagði Íris á áheitasíðu sinni. Íris fékk fjölda áheita og safnaði 95.000 krónum fyrir félagið.
Félag fósturforeldra er sérlega montið af þessu flotta fólki fyrir að safna áheitum fyrir félögum. Jafnframt sendir það þakkir til allra þeirra sem hétu á þau.






Comments