Rannsaka upplifun fósturforeldra af stuðningi og hindrunum í barnaverndarkerfinu
- Admin
- Sep 10
- 1 min read

Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands leitar þátttakenda í rannsókn á upplifun fósturforeldra af stuðningi og hindrunum í barnaverndarkerfinu. Leitað er að af fósturforeldrum sem annað hvort eru með börn vistað hjá sér í fóstri á þessari stundu eða hafa haft barn vistað í fóstri á síðastliðnum 12 mánuðum hvort sem um er að ræða tímabundið, varanlegt eða styrkt fóstur.
Viðtöl verða tekin við þátttakendur í persónu eða fjarfundarbúnað eftir því sem hentar og er miðað við að þau taki eina klukkustund. Farið verður með öll viðtöl sem trúnaðarmál og geta þátttakendur hætt við þátttöku á hvaða stigi sem er.
Eva Dögg Sigurðardóttir og Ásdís A. Arnalds, lektorar við Félagsráðgjafadeild eru ábyrgðaraðilar rannsóknarinnar og framkvæma hana ásamt meistaranema við deildina.
Hægt er að taka þátt eða leita frekari upplýsinga um rannsóknina með að senda tölvupóst á Evu Dögg (eds@hi.is) eða á Ásdísi (aaa@hi.is)
Félag fósturforeldra álýtur það sameiginlegt hagsmunamál allra fósturforeldra að rannsóknir á fósturmálum séu efldar svo að enn betur megi þrýsta á fyrir nauðsynlegum úrbótum. Félagið aðstoðar því Félagsráðgjafadeild HÍ að auglýsa rannsóknina og hvetur öll þau sem uppfylla áðurnefnd skilyrði og treysta sér til að taka þátt að setja sig í samband við rannsakendur.






Comments