Rannsakar upplifun uppkominna fósturbarna af umgengni við kynfjölskyldu meðan á fóstri stóð
- Admin
- Nov 6
- 1 min read

Meistaraneminn Beatrice Eriksson rannsakar upplifun og viðhorf uppkominna fósturbarna sem voru í varanlegu fóstri af umgengi við kynfjölskyldu sína á meðan að á fóstri stóð. Er rannsóknin lokaverkefni í MA námi í félagsráðgjöf.
Leitað er uppkominna fósturbarna 20 ára og eldri sem voru í varanlegu fóstri sem börn. Viðtöl verða tekin við þátttakendur með það að markmiði að skilja hvernig þau upplifðu þann tíma sem var veittur til umgengni við kynfjölskyldu þeirra. Viðtalið myndi taka 30-60 mínútur og fara fram í persónu, í gegnum tölvu eða síma. Áhugasöm geta haft samband við Beatrice í síma 792-1849 eða sent henni tölvupóst á netfangið mlb12@hi.is.
Frekari upplýsingar um markmið rannsóknarinnar, leiðbeinanda, hvernig farið verður með gögn má fynna í kynningarbréfi hér að neðan sem þátttakendur fá einnig áður en tekið er þátt.






Comments